Við spjölluðum við hannyrðakonuna Ásu Hildi Guðjónsdóttur í maí 2014 og fengum að sýna lesendum forláta vettlinga sem hún hafði þá nýverið prjónað. Ása Hildur er ástríðuprjónari sem hefur heklað, prjónað og saumað frá unga aldri. Ása er menntuð í ýmsum listgreinum m.a. er hún prentsmiður og vefsmiður. Ása Hildur er frábærlega hugmyndarík og sniðug þegar kemur að prjónaskap og núna nýverið prjónaði hún vettlinga sem við spáum að muni slá í gegn í vetur. Ása Hildur hefur ekki farið varhluta